Vítamín

Er búinn að vera að taka vítamín D3 plús K2 10.000 IU plús200 yg 1tafla á dag í nokkra daga ,en er kominn með brjóstverk getur það tengst of miklu magni af vítamíni

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina.

Þesssi skammtur sem þú lýsir virðist vera ansi stór og ekki ráðlagt að taka svo stóra skammta. Samkvæmt embætti landlæknis er ráðlagður dagsskammtur D-vítamíns fyrir fullorðna 15 µg á sólahring sem samsvara 600 alþjóðlegum einingum (AE). K-vítamín fáum við að mestu úr fæðunni eins og í grænum laufum, s.s. spínati, tómötum og jurtaolíum. Einnig í mjólkurvöru með mjólkursýrugerlum. K-vítamín stuðlar að blóðstorknun og almennt ekki ráðlagt að taka það inn nema í samráði við lækni.

Út frá þínum einkennum myndi ég ráðleggja þér að hætta inntöku þessarra vítamína og ræða við þinn lækni um framhaldið.

Gangi þér vel,

Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.