Vítamín og steinefni sem auka frjósemi kvenna

Eru einhver vítamín eða steinefni sem geta aukið frjósemi kvenna? Vætti vænt um að vita það.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru engin steinefni eða vítamín sem auka frjósemi, en öllum konum sem eru í barneignum er þó ráðlagt að taka inn fólinsýru það sem hún er mikilvæg við vöxt og myndun blóðfruma og frumuskiptingu.

Afturá móti hefur heilbrigt líferni góð og jákvæð áhrif á frjósemi. Hafir þú áhyggjur ráðlegg ég þér að hafa samband við kvensjúkdómalækni.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.