Vökvaþörf

Ég er ung og hraust kona, borða hollan mat og drekk mikið vatn. Undanfarið hefur mér þótt þvagið hjá mér vera mjög dökkt og að jafnaði er það dökkt og lyktsterkt, þrátt fyrir að ég sé dugleg að drekka vatn (ég drekk að lágmarki sirka 4-5 glös á dag). Þetta á sérstaklega við á morgnana og það þrátt fyrir að ég drekki um hálfan lítra á hálftóman maga fyrir svefninn. Þetta truflar mig í sjálfu sér ekkert en ég fór að velta fyrir mér hvort þetta gæti verið nokkuð til að hafa áhyggjur af.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Nauðsynlegt magn vökva á dag er um það bil 2,5-3 litrar á sólarhring. Í einu glasi eru ca. 180 ml.

Til vökva telst allt sem flýtur ( súpur, jógúrt o.þh.) .

 

Dökkt og lyktsterkt þvag er venjulega vísbending um ónóga vökvainntekt.

 

Venjulega er mælt með því að drekka vel fyrripart dags einmitt vegna þess að við drekkum ekki á næturna og þá er þvagið venjulega dekkra. ( sumum finnst líka vont að drekka mikið á kvöldin því þá þurfa þeir að vakna á nóttunni til að pissa).

 

Ef þú ert eingöngu að drekka vökva sem samsvarar 4-5 glösum þá er það alltof lítið samkvæmt þessu.

Bestu kveðjur

Guðrún Gyða