Vökvasöfnun (poki) á olnboga

Hvað er til ráða við vökvanum og er hann viðvarandi sé ekkert gert?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir vökvasöfnun á olnboga, þar á meðal langvarandi þrýstingur á olnboga, meiðsli, sýking eða ýmsir bólgusjúkdómar.

Meðferðir fara alfarið eftir tilfellinu hverju sinni og metur læknir hvað hentar best. Ef sýking er til staðar er líklegt að vökvinn fari ekki að sjálfu sér og þarf að láta kíkja á olnbogan sem allra fyrst. Ég ráðlegg þér því að fara til læknis svo hægt sé að hefja meðferð strax ef þess þarf.

Gangi þér vel,

Kveðja Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur