vökvi í brjóstholi eftir stóra hjartaaðgerð fyrir10 dögum

hver gæti verið ástæðan/stæðurnar fyrir vökvanum ? Vökvinn virðist ekki fara vaxandi

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Vökvi í brjóstholi eftir hjartaaðgerðir er einn af algengustu fylgikvillum hjartaaðgerða. Í hjartaaðgerð þar sem brjóstholið er opnað, eru settar slöngur inn í brjóstholið til að flytja blóð og vökva frá aðgerðarsvæðinu. Slöngurnar eru oftast fjarlægðar á fyrsta eða öðrum degi eftir aðgerð. Það er ekkert víst að það slöngurnar fjarlægi allann vökvann og bara þetta áreiti á brjóstholið getur orðið til þess að vökvamyndun í brjóstholinu verður meiri. Hjartað þarf líka tíma til að jafna sig og meðan það er ekki í fullri virkun að þá er fólki hættara til að safna á sig vökva. Líkaminn losar sig yfirleitt við þennann vökva án aðstoðar en stundum þarf að grípa til aðgerða eins og t.d. að setja dren inní brjóstholið eða gefa þvagræsilyf til að losa vökvann. Þetta fer allt eftir magni vökvans og einkennum einstaklingsins. Sé vökvamagn það mikið að einstaklingur erfiðar við öndun eða hjartsláttur verður óreglulegur að þá þarf að grípa til aðgerða en vökvinn á yfirleitt að hverfa án aðgerða. Gott er að vigta sig reglulega til að sjá hvort maður er að þyngjast eitthvað óeðlilega mikið og leita þá til læknis ef slíkt gerist.

Gangi þér vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur