Voltaren Rapid – aukaverkanir

Spurning:

Sæll.

Ég fékk Voltaren rapid við gigt. Eftir inntöku fékk ég sárindi í maga og dökkar hægðir. Er ráðlegt fyrir mig að taka lyfið?

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Ef það eru sárindi í maga og dökkar hægðir eru líkur á því að það sé blæðandi sár í maga eða skeifugörn. Láttu skoða þig sem fyrst og hættu töku lyfsins á meðan.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, Lyfjafræðingur