Vond svitalykt

Kona rúmlega 70 ára er nýlega komin með óvenjulega vonda svitalykt undir höndum. Hún fékk ristil fyrir nokkrum mánuðum, getur verið að það sé að valda þessu ? Eða er þetta einhver sveppasýking og hvað er þá til ráða ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef skyndileg breyting verður á svitalykt er rétt að leita læknis og láta athuga hvað veldur.

HÉR er fróðleikur um svitamyndun og úrræði

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir
Hjúkrunarfræðingur