Vörtur

Ég er með margar vörtur sem vaxa nálægt nöglunum á fingrunum. Núna er ég að nota heima meðferð sem felst í því að teipa sterkt teip (svona grátt úr Byko) og set svo íþróttateip yfir það til að halda.

Ein pæling hjá mér er, þarf ég alltaf að vera með eitthvað yfir vörtunum? Þær eru orðnar frekar hráar á þessum tímapunkti vegna sýrunnar í teipinu svo þær eru kannski líklegar til þess að smita aðra..

En það virðist sem að það að vera sífellt með plástra á fingrunum er farið að skapa naglasvepp vegna rakamyndunar.

Svo núna er ég með vörtur og naglasvepp á fingrunum.

Ég er mjög ráðvilltur.
Ég er að fara til húðsjúkdómalæknis 29.júní en vill alls ekki leyfa þeim að vaxa og dafna með því að gera ekkert sjálfur á meðan ég bíð eftir tímanum.

Eruð þið með einhverjar ráðleggingar varðandi svona vörtur (periungual)

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Vörtur eru veirusmit sem engin lækning er til við og gengur yfir af sjálfu sér. Því meira sem hamast er í þeim því líklegra er að þeim fjölgi á meðan smitið er virkt. Ef þær eru sýktar eða á einhvern hátt til ama er best að ráðfæra sig við heilsugæslulækni. Ég set HÉR með tengil á ágæta umfjöllun um vörtur sem gæti gagnast þér.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur