Xenical og harðlífi

Spurning:

23 ára – kona

Ég var að spá hvort þið gætuð frætt mig um aukaverkanirnar af lyfinu Xenical. Ég er ný byrjuð á þessu lyfi og hef eiginlega verið með harðlífi síðan. Er það eðlilegt? Ég var búin að lesa mikið af reynslusögum og alltaf sá ég talað um einmitt öfugt, eða niðurgang og þunnar hægðir. Sjálf borða ég lítið af fitu en ákvað að prófa þetta lyf þar sem ég er allt of þung. Ég er dugleg að drekka vatn og drekk a.m.k 2 -3 lítra á dag og er í líkamsrækt 3x í viku.

Takk fyrir

Svar:

Hægðategða eða harðlífi er alls ekki meðal aukaverkana sem skráðar eru af lyfinu Xenical. Það er einmitt niðurgangur og þunnar hægðir sem eru mjög algengar aukaverkanir af lyfinu, enda í samræmi við verkun þess.

Mér finnst því líklegt að eitthvað annað sé að valda harðlífi hjá þér.

Hugsanlega breyting á mataræði.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur