Ýmsar rannsóknaniðurstöður

Fyrirspurn:
Góðan dag

Hvað er isotoparannsókn ,hvernig fer hún fram,hvað er hægt að finna með henni,þessi rannsókn er í þessu tilfelli gerð samhliða segulómun  á kvið brjóstholi og hálsi í leit að æxli Hvað er kreatin og hvað getur aukning á því merkt?
Hvað merkir aukning á hvítu blóðkornunum?

Svar:

Sæl,

Ísótóparannsóknir gefa okkur myndrænar, og ekki síður starfrænar, upplýsingar um flest líffærakerfi líkamans eftir því hvaða greiningarefni er notað. Þær eru gerðar með þeim hætti, að greiningarefnum, merktum með geislavirkum ísótópi (samsætu) er dælt inn í æðakerfið. Þetta þýðir t.d. að eigi að skoða heilann fer geislun um allan líkamann með blóðinu.
Við ísótóparannsóknir eru litlir skammtar af geislavirkum efnum notaðir.

Fjölgun á hvítum blóðkornum getur t.d. verið tilkomin vegna tímabundinna sýkinga sem er langalgengasta orsökin. Þá fjölga ákveðnar tegundir hvítra blóðkorna sér svokallaðar varnarfrumur, í þeim tilgangi að ráða niðurlögum sýkingarinnar. Ótal aðrar ástæður eru fyrir hvítkornafjölgun og verður alltaf að líta á fleiri rannsóknarniðurstöður til að fá rétta samhengið í hlutina.

Styrkur kreatíníns er  mjög háður vöðvamassa líkamans og síunarhraða nýrnanna (glomerular filtration).
Hækkun getur þýtt minnkaða glomerular filtration. Einnig kemur fram hækkun við niðurbrot vöðva.

Það skal tekið fram að það er mjög erfitt að segja til um stakar mælingar og einnig þarf alltaf að líta á samhengið í heild og það metið af lækni.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is