Zyban/átröskun/áfengi?

Spurning:
Góðan dag,
Í leiðbeiningum með Zyban er sagt að ekki sé ætlast til þess að neytt sé áfengis sem og að ekki sé ráðlagt fyrir fólk með átröskun að taka þessar töflur, hvers vegna er það?
Bestu þakkir.

Svar:
Ein af þeim aukaverkunum sem möguleiki er á við töku Zyban (bupropion) er krampar. Vegna ójafnvægis í saltajafnvægi líkamans hjá fólki með átraskanir eykst hætta á krömpum verulega.
Varað er einnig við óhóflegri notkun áfengis meðan á töku lyfsins stendur, því hætta á krömpum eykst við fráhvarf eftir áfengisneyslu.
 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur