Spurning:
Sæll.
Ég var að fá mér nýju undratöflunar sem eiga að hjálpa manni að hætta að reykja, Zyban. Er þetta ekki þunglyndislyf og hefur það einhverjar aukaverkanir?
Svar:
Lyfið Zyban (bupropion) hefur verið notað sem þunglyndislyf, það er rétt. Lyfið er að virka á sömu boðefni í heilanum (dópamín) og mörg þunglyndislyfin. Aukaverkanir af Zyban eru þó nokkrar, og vísa ég á lyfjaupplýsingar hjá Doktor.is.
Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur