Zyprexa, Zoloft og þráhyggju- og áráttusýki

Spurning:

Sæll.

Mig langar að spyrja hvernig Zyprexa verkar þegar einstaklingur er með þráhyggju-áráttusýki og tekur Zoloft við því?

Með kveðju.

Svar:

Sæl.

Zoloft hentar ágætlega til meðhöndlunar á þráhyggju- og áráttusýki ekki er æskilegt að taka Zyprexa líka nema að sá hinn sami þurfi á því að halda og hafi fengið greiningu hjá sérfræðingslækni á þessu sviði. Sé þörf á að taka bæði lyfin þá er það allt í lagi, engar alvarlegar milliverkanir eru á milli þeirra.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur