Freknur

Freknur eru skaðlausir litlir húðblettir sem innihalda meira af litarefni en húðin í kring.

Skýring

Melanin er litarefni sem ákveðnar húðfrumur (melanocytes) framleiða til að verja húðina gegn skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Melanin endurkastar og/eða gleypir geislana. Ljóst fólk er í grunninn með minna melanin í húðinni en fólk sem er dökkt á hörund. Melanin framleiðsla eykst þegar þegar sól skín á húðina. Hjá sumu fólki,ejnkum með ljósa húð, er ójafnvægi milli húðfruma í framleiðslu á melanin. Svo þegar sól skín á húðina framleiða sumar húðfrumanna meira af melanin en aðrar og í stað þess að fá jafnan brúnan lit myndast dekkri blettir eða freknur í þeim frumum sem eru með meira melanin.

Útlit

Freknur eru yfirleitt ljósbrúnar,flatar, ekki upphleyptar,mjög litlar og stundum eru þær svo margar að þær renna saman í stærri skellur. Þær geta einnig tekið á sig rauðan,gulan,appelsínugulan eða svartan lit en þá eru þær allar eins hjá viðkomandi einstakling. Sumir hafa freknur allan ársins hring sem dökkna gjarnan á sumrin en algengt er að þær hverfi á veturna og komi svo fram í sólinni á sumrin.

 Hverjir fá freknur?

Eins og áður sagði er það einkum fólk sem er mjög ljóst yfirlitum og/eða rauðhært sem er líkegast að fá freknur.  Freknur ganga í erfðir og því meiri líkur á að börn foreldra með freknur fái freknur. Freknur koma yfirleitt fram á barnsaldri,jafnvel við eins árs aldur, og hverfa oft á fullorðinsárum.

Meðferð.

Freknur eru alveg hættulausar og þróast ekki yfir í húðkrabbamein eins og fæðingablettir geta gert.  Hins vegar eru freknur oft vísbending um að húð sé viðkvæmari fyrir sól og að brenna sem eykur hættu á húðkrabbemeini ef ekki er farið varlega í sólinni og notaðar góðar varnir.

Það er eki til nein meðferð sem fjarlægir alveg freknur en sum ráð eru til að draga úr sýnileika þeirra.

Forðast að vera með húðina bera í sólinni.

Nota sterka sólarvörn

Ýmis krem eru til sem lýsa upp freknur en fjarlægja ekki. Sterkari krem þarf húðlæknir að skrifa upp á.

Laser geislameðferð getur lýst upp freknur

Þar sem freknur eru alveg meinlausar og þykja oftast fallegt persónueinkenni er yfirleitt ástæðulaust að eiga við þær.

Höfundur greinar