Það er áhættusamt að sitja við vinnu allan daginn og getur stytt ævina um nokkur ár en fylgni er á milli kyrrsetuvinnu og hjarta-og æðasjúkdóma, sykursýki, ákveðinna krabbameina og stoðkerfismeina. Mikilvægt er að vera meðvitaður og standa upp, gera æfingar og hvíla augun reglulega yfir daginn.
Hér eru nokkur góða ráð sem geta stuðlað að betri heilsu og líðan við skrifborðið:
- Skjáhvíld á amk 20 mín fresti og horfa í 20 sek á eitthvað sem er í fjarlægð.
- Nota augndropa við skjáhorf. Við blikkum sjaldnar augum þegar horft er lengi á skjá og táraframleiðsla er minni. Það leiðir til augnþurrks,þreytu og höfuðverks. Fást án lyfseðils í apóteki.
- Góð tölvugleraugu. Fylgjast reglulega með sjóninni og fjárfesta í tölvugleraugum ef sjón er að breytast og þá með glampavörn.
- Stilla skjá þannig að ekki glampi á hann frá glugga eða ljósi,stilla birtustig á skjá eftir umhverfisbirtu.
- Liðleikaæfingar. Sitja og standa til skiptis og gera liðleikaæfingar á klukkutímafresti
- Nuddbolti. Við aumum axlar-og bakvöðvum er gott að hafa harðan nuddbolta í vinnunni til að þrýsta á auma vöðva, fást hjá sjúkraþjálfara eða íþróttaverslunum
- Lofta vel og stilla rakastig. Opna glugga,athuga að rakastig sé í lagi í rými og hiti 18-22°. Getur verið gott að hafa rakatæki inni í rými.
- Stilla stól,borð og skjá þannig að
- hné séu í beinni línu eða aðeins lægri en mjaðmir
- efri brún skjás á að vera í beinni sjónlínu
- handleggir í 110° beygju niður að lærum og eins að hendur vísi niður við
- Önnur hjálpatæki til að breyta álagi eru t.d.
- yoga bolti og skiptast á við stólinn að sitja á,breytir álagi á bak og styrkir magavöðva
- jafnvægisbretti til að standa á við skrifborðið,fær spennu í bak- og magavöðva
- leikfimiteygjur,til ýmsar æfingar á netinu til að gera við skrifborðið
- taka alltaf tröppurnar og nota vinnuhlé til að fara eina aukaumferð í tröppunum
Gangi ykkur vel,
Höfundur greinar
Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Allar færslur höfundar