Aðskotahlutur í auga – hvernig er best að ná honum úr ?

Allir hafa lent í því að fá einhver óhreinindi í augað og er það vanalega ekkert til að hafa áhyggjur af. En hins vegar ef að þú nærð því ekki úr auganu eða að aðskotahluturinn fer inn í vef augans þá gæti það verið áhyggjuefni.

Aðskotahlutirnir geta verið t.d. sandur, ryk eða málmur og skiptast upp í 2 hluta.

Aðskotahlutir á yfirborði augans

Þeir halda sér fyrir framan augað eða festast undir öðru augnlokinu, en komast ekki inn í vef augans. Venjulega er þetta ekki hættulegt og næst oftast úr auganu að lokum.

Oftast er þetta mjög óþægilegt og truflar fólk mikið, augað verður rautt, þú tárast og verður pirraður í auganu. Oftast er verra þegar þú blikkar auganu því aðskotahluturinn hefur fest undir augnlokið. Þetta getur valdið tárabólgu.

Aðskotahlutir í vef augans

Komast inn í vef augans (hornhimnu eða augnhvítu). Þessir hlutir eru venjulega á ferð á miklum hraða og eru oftast úr málmi eða öðru hörðu efni, gerist oft við smíðar eða aðra iðnaðarvinnu. Þetta getur verið mjög alvarlegt, getur leitt til sýkingar ef ekki meðhöndlað strax. Þetta getur einnig valdið sjónskerðingu þó svo að það sé meðhöndlað á viðeigandi hátt.

Þótt undarlegt sé, þá er oftast minna sársaukafullt eða pirrandi að fá aðskotahlut í vef augans, sjónin getur orðið skert en þó er það ekki alltaf raunin.

Hvernig á að ná aðskotahlut úr auga

  • Byrjaðu á því að skola augað með volgu vatni eða augndropum.
  • EKKI reyna að ná aðskotahlutnum úr auganu með eyrnapinna eða einhverjum öðrum hlut. Það eru miklar líkur á að þú gerir frekar meiri skaða heldur en að ná honum út.
  • Ef óhreindindin nást ekki með vatni eða augndropum og halda áfram að valda ertingu skaltu hitta lækni.
  • Ef þú heldur að eitthvað hafi farið í augað á þér á meðan þú vast við smíðar eða aðra iðnaðarvinnu þar sem að hluturinn hefur geta skotist hratt og fast í augað skaltu hitta lækni. Þó svo að þú finnur ekki mikið fyrir því, en það er algengt þegar hluturinn fer djúpt inn í vef augans.

Höfundur greinar