Algengar spurningar um Covid-19

Einkenni

  • Þurr hósti
  • Hiti
  • Bein-og vöðvaverkir
  • Þreyta og slappleiki

Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en eru þó þekkt.

Ef þú veikist af kvefi eða öðrum öndunarfærasýkingum og hefur ekki umgengist aðra frá skilgreindum  áhættusvæðum, er mælt með að þú haldir þig bara heima þar til þú ert einkennalaus.

Einkenni COVID-19 koma fram innan 14 daga frá smiti.

Smitleiðir

  • Covid-19 berst með snerti-og dropasmiti inn í öndunarfæri.
  • Hósti og hnerri geta borið smit innan 1-2 metra fjarlægðar en þá falla dropar til jarðar.
  • Veiran getur lifað á yfirborði flata í nokkra klukkutíma og jafnvel lengur og er það háð efni og hitastigi. Hún þrífst betur í kulda og lifir því lengur á köldum flötum eins og stáli og þar með hurðahúnum.
  • Veiran þrífst ekki í ávöxtum og grænmeti, né öðrum matvælum.
  • Ólíklegt að menn smitist við snertingu matvælaumbúða en góð regla að þvo hendur eftir verslunarferðir
  • Fólk virðist ekki vera smitandi áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi.

Sýkingavarnir

  • Góð handhreinsun í 20 sek með vatni og sápu er áhrifaríkast til að forðast smit.
  • Forðast að snerta andlit nema með nýþvegnar hendur
  • Handspritt má nota ef hendur eru ekki sýnilega óhreinar eða eftir meðhöndlun peninga eða greiðslukorta
  • Halda 1-2 metra fjarlægð frá fólki með kvefeinkenni
  • Grímur nýtast best þegar veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt
  • Þrífa reglulega almenningssnertifleti með sápuvatni og á eftir með sprittlausn. Nota einnota hanska og taka þá af og henda strax eftir notkun.

Greining

  • Ef þig grunar smit áttu að hringja á heilsugæsluna þína á opnunartíma annars í 1700-ekki mæta-og halda heima fyrir þar til gengið hefur verið úr skugga um hvort um smit sé að ræða
  • Ekki er mælt með að taka sýni hjá einkennalausumtil að leita að COVID-19 en hún finnst yfirleitt ekki fyrr en einkenni koma fram

Áhættuhópar fyrir alvarlegri einkenni

Líkur á alvarlegum sjúkdomi fylgir hækkandi aldri og ákveðnum vandamálum sem eru:

  • Hár blóðþrýstingur/hjartasjúkdómar
  • Illa meðhöndluð sykursýki,
  • Langvinn lungnateppa,
  • langvinn nýrnabilun
  • Krabbamein
  • Reykingafólk

Á þessari stundu er óvíst hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) eykur líkur á alvarlegri kórónaveirusýkingu. Barnshafandi konur virðast ekki í meiri hættu en aðrir að fá Covid-19 veirusmit og eru á aldri sem er hagstæður varðandi smit, en eru engu að síður með breytt ónæmiskerfi á meðgöngu og því rétt að gæta fyllstu varkárni. Þekking sem nú er til staðar bendir ekki til þess að veiran fari yfir til fósturs.

Ítarlegri upplýsingar eru að finna á vef Landlæknis undir “Spurningar og svör varðandi kórónaveiruna/COVID-19”

Höfundur greinar