Aloa vera plantan hefur verið notuð í árhundruði í lækningaskyni og síðustu áratugina talsvert íí snyrtivörur. Aloa gelið er talið vera gott við ýmsum húðkvillum s.s. sýkingar, bruna og sár. Eins hafa blöð plöntunar hjálpað til við hægðatregðu. Margar kenningar eru um lækningamátt Aloa vera,sumt hefur verið afsannað á meðan aðrar kenningar hafa verið studdar með vísindalegum rannsóknum.
Að neðan eru talin upp einkenni sem rannsóknir hafa sýnt að aloa hafa góð áhrif á:
- Hægðalosandi áhrif: Eitt af innihaldsefnum aloa vera (anthraquinone glycosides) er þekkt fyrir að vera hægðalosandi, enn eru þó rannsóknir sem benda til tengsla milli lifrabólgu og inntöku á hreinu aloa vera um munn svo hafa þarf varann á að borða plöntuna beint.
- Kynfæravötur(genital herpes): Rannsóknir hafa sýnt að aloa vera hefur góð áhrif á gróanda við kynfæravörtur.
- Psoriasis: Aloa vera krem hefur reynst árangursríkt í meðferð við psoriasisútbrotum samkvæmt rannsóknum
- Flasa: Lækningaáhrif aloa vera við flösu hafa verið studdar með rannsóknum.
Önnur einkenni sem aloa vera hefur reynst vel á þó enn skorti fleiri rannsóknir til að staðfesta gagnsemi þess.
Krabbamein: Talið auka áhrif krabbameinslyfja með að draga úr æslisvexti og hjálpa gegn aukaverkunum lyfjanna. Einnig getur aloa haft forvarnaráhrif gegn lungnakrabbameini og almennum æxlisvexti.
Rannsóknir benda einnig til að aloa hafi góð áhrif á kvef,sýkingu í efri loftvegum,bólgur í tannholdi,tannbeinum,munnþurrk,húðþurrk,kláða,sólbruna,brunasár,almenn sár og sáraristilbólgur.
Byggt á heimildum frá mayoclinic.org
Höfundur greinar
Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Allar færslur höfundar