Hvað er streita?

Streituviðbrögð eru eðlileg viðbrögð við atburðum sem valda því að okkur finnst okkur ógnað.  Þá kemur inn “berjast eða flýja” viðbraðgðið sem er frumstæð hvöt hja okkur til að verja okkur hættum.  Líkaminn býr okkur þá undir sjálfsvörn með því að auka öndunartíðni og streituhormónin flæða um líkamann. Þetta gerir það að verkum að vöðvar okkar fá aukið súrefni og blóðsykur hækkar til þess að við getum aukið möguleika okkar til að hlaupa hraðar eða berjast.

Þetta kemur að góðu gagni þegar ógn steðjar að en líkami okkar bregst eins við þegar við erum að eiga við streituvaldandi aðstæður og tilfinningar. Þetta getur verið langvarandi ástand sem hefur þá áhrif á marga þætti í lífi okkar.

Stress og streita eru hluti af lífinu og getur verið bæði jákvætt og neikvætt. Við getum ekki farið í gegnum lífið án þess að lenda í streituvaldandi atburðum.  Þegar okkur finnst erfitt að takast á við það sem veldur okkur streitu þurfum við að horfast í augu við það sem veldur okkur streitunni

Líkamleg einkenni streitu geta verið:

 • Aukin hjartsláttartíðni
 • Sviti
 • Höfuðverkur
 • Ógleði
 • Magaverkur
 • Einbeitingarleysi
 • Grunnur andadráttur
 • Minni matarlist
 • Svefnvandamál
 • Notkun á áfengi eða lyfjum til að hjálpa til við slökun
 • Einangrun frá fjölskyldu og vinum

 

Það er mjög einstaklingsbundið hvaða streitulosandi aðferðir gagnast fólki best. Það getur verið gott að prófa mismunandi aðferðir til að finna hvað hjálpar. Þannig tekur þú völdin í eigin lífi frekar en að láta streituna stjórna þér. Þá getur hjálpað að minnka inntöku koffíns. Einnig er mikilvægt að stunda reglulega hreyfingu og reyna að minnka streituvaldandi áhrifaþætti í lífi sínu.

Í sumum tilfellum getur hjálp frá fagaðilum eins og læknum eða sálfræðingum verið nauðsynleg

Höfundur greinar