Svefnrannsókn

Svefnrannsókn er gerð þegar grunur er um kæfisvefn eða önnur vandamál tengd svefni. Á Íslandi sinnir Landspítalinn í Fossvogi, göngudeild (A3) og lungnadeild (A6) rannsóknum og meðferð vegna svefntengdra sjúkdóma. Til að komast í rannsókn þarf beiðni frá heimilis- eða sérfræðilækni að liggja fyrir. Hjá einstaklingum yngri en 18 ára þarf  heimilis- eða barnalæknir að skrifa beiðni og þá er það Svefnrannsókn Barnadeilda Landspítala sem sinnir rannsókninni.

Svefnrannsóknin fer þannig fram að sofið er með mælitæki í eina nótt. Rannsóknin fer fram í heimahúsi eða við innlögn á Lungnadeild A6. Ef rannsóknin er gerð heima þá færð þú mælitækið lánað frá deildinni og skilar því morguninn eftir. Tækjabúnaðurinn veldur litlum óþægindum og hægt er að sofa í öllum stellingum með hann. Það er mikilvægt að halda sínum svefnvenjum þegar rannsóknin fer fram til að rannsóknin verði sem mest árangursrík.

Eftirfarandi þættir eru skoðaðir í svefnrannsókn:

  • Öndunarhreyfingar eru mældar með beltum yfir kvið og brjóstkassa.
  • Súrefnismettun er mæld með nema sem festur er á vísifingur.
  • Loftflæði um nef er mælt með grannri plastslöngu í nösum.
  • Hreyfingar og lega, hrotur og öndunarhljóð

 

 

Höfundur greinar