Aðferðir til að takast á við streitu.

Þegar þú veist að þú ert að fara inn í streituvaldandi umhverfi er gott að undirbúa sig eins vel og hægt er fyrir aðstæðurnar svo að þú upplifir að þú hafir einhverja stjórn á aðstæðum ásamt því að stilla væntingum í hóf.

Öll upplifum við hlutina á mismunandi hátt og túlkun okkar sjálfra á atburðum geta valdið okkur streitu. Því getur hjálpað að reyna að líta atburði frá öðru sjónarhorni.

Slökun og aðferðir til að róa sig niður geta hjálpað okkur að takast á við streituvaldandi aðstæður og minnkað kvíða þeim tengdum.  Kvíði og spenna auka á streitu og því mun aukin stjórn á slíkri tækni hjálpa í slíkum aðstæðum.  Þetta getur innihaldið öndunartækni, þar sem þú meðvitað hægir á öndunartíðni til að minnka líkamleg einkenni streitu.  Einnig hefur sýnt sig að ganga í 10 mínútur úti í náttúrunni gagnast vel til að minnka streituviðbragðið.

Hugsanir okkar geta stuðlað að streitu, þess vegna getur meðvitað samtal við okkur sjálf sem er uppbyggjandi og jákvætt, hjálpað, í stað þess að hugsa neikvætt eða gagnrýnið í eigin garð.

Að sjá fyrir okkur þá útkomu sem við viljum fá úr aðstæðum getur hjálpað okkur til að minnka streitu í aðstæðunum

Ef streita er að valda þér eða fólkinu í kringum þig vandkvæðum gæti verið að þú þurfir á hjálp að halda.  Þá er ráð að leita til þinnar heilsugæslu eða panta tíma hjá sálfræðingi

Höfundur greinar