Bólga og verkir í hálsi – hvað er til ráða ?

Nú til dags eru bólga og verkir í hálsi algengt viðfangsefni, og er það fylgikvilli nútíma lífstíls sem flest allir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Góðu fréttirnar eru að þeir er sjaldan alvarlegir og eru meðhöndlaðir auðveldlega.

Hvað veldur verkjum í hálsi ?

Algengasta ástæðan fyrir verkjum í hálsi er líkamsstelling, stress og stífleiki sem veldur vöðvabólgu.

Hvernig lýsir verkur í hálsi sér?

Almenn óþægindi og stífleiki í vöðvum á háls og herðarsvæðinu, getur leitt upp í höfuð, út í axlir og niður í handleggi. Fólk verður aumt á þessu svæði, hreyfigeta getur minnkað og höfuðverkur fylgir oft. Vanalega lagast þetta á u.þ.b. viku ef engin undirliggjandi vandmál eru til staðar.

Hvernig á að losna við verki í hálsi ?

  • Best er að reyna að hreyfa sig eins og þú getur. Það að liggja í rúminu er ekki ráðlagt.
  • Hitapokar hafa reynst vel sem settir eru á auma svæðið.
  • Reyndu að hreyfa höfuðið og axlirnar eins oft og þú getur.
  • Ef þú ert í sitjandi vinnu passaðu líkamsstöðuna þína vel, stilltu stól og borð og vertu beinn í baki.
  • Ef þú ert mjög slæmur getur þú farið í nudd eða beðið aðstandenda um að nudda þig.
  • Lyf eins og Parasetamól hjálpa til við verkinn og íbúfen hjálpar til við bólguna.

Ef þessi atriði virka ekki getur þú leitað til læknis sem getur til dæmis gert beiðni fyrir sjúkraþjálfun og leiðbeint þér með framhaldið.

Höfundur greinar