Almennt um E-vítamín
E-vítamín er samheiti yfir efnin tókóferól og tókótríenól. Í líkamanum eru átta mismunandi myndir þessara efna sem öll hafa verkan E-vítamíns.
E-vítamín í venjulegum mat er að mestu leyti af þeirri gerð sem kallast a-tókóferól, (alfa tókóferól). Það er sú gerð sem er virkust í líkamanum. Þetta er líka sú gerð sem oftast er í E-vítamíntöflum.
E-vítamín eru fituleysanleg og því ætti að taka inn E-vítamín með fituríkum máltíðum svo að þarmarnir taki það greiðlega upp.
Virkasta gerðin er svokallað d-alfa-tókóferól sem ásamt beta-tókóferóli er algengasta gerðin í líkamanum.
E-vítamín örvar ónæmiskerfið og einstaka rannsóknir benda til þess að inntaka E-vítamíns í miklu mæli, minnki hættuna á blóðtappa í hjartanu. Því síðastnefnda má m.a. þakka eiginleikum E-vítamíns sem hindra oxun kólesteróls.
Hvernig nýtir líkaminn E-vítamín?
E-vítamín er andoxunarefni.
Af sömu ástæðu er E-vítamíni bætt í matvæli til að koma í veg fyrir að fitan þráni. E-vítamín eykur nefnilega geymsluþol fituríkra matvæla. Ef fjölómettaðra fitusýra er neytt í talsverðum mæli eykst líka þörfin fyrir E-vítamín.
E-vítamín eru þó iðulega í þeim matvælum sem í eru fjölómettaðar fitusýrur.
Í hvaða fæðu er E-vítamín?
E-vítamín er uppleysanlegt í fitu og er þá uppleyst í þeirri fitu sem neytt er með matnum.
Fæða sem inniheldur yfirleitt mikið af E-vítamíni:
- jurtaolía
- smjörlíki
- eggjarauða
- smjör
- hnetur og fræ
- fiskur
- morgunkorn
- kjöti
- grænmeti og ávextir
E-vítamín er tekið upp í þeim hluta smáþarmanna sem er næst maganum (á latínu jejunum).
Venjulega er aðeins tekið upp um það bil helmingur þess E-vítamíns sem neytt er.
Hvað má taka mikið af E-vítamíni?
Dagskammtur karla er að meðaltali um 9 milligrömm af E-vítamíni og 8 milligrömm hjá konum.
Upptaka E-vítamíns í þörmunum er aðeins um það bil fjórðungur af því sem neytt er.
– Það er mjög sjaldgæft að fólk fái of stóran skammt af E-vítamíni.
Hvernig lýsir E-vítamínskortur sér?
Meðalinntaka E-vítamíns er svipuð og ráðlagður dagskammtur. Hjá heilbrigðu fólki verður ekki vart áhrifa af E-vítamínskorti þótt neysla þess sé of lítil um tíma. E-vítamínskortur gerir einkum vart við sig hjá einstaklingum með skerta fituupptöku, fyrirburum og fólki með arfgenga sjúkdóma í rauðu blóðkornunum.
Sjúkdómar í lifur og briskirtli geta valdið meltingarkerfinu erfiðleikum við að brjóta niður fituna í matnum og sem áður sagði er E-vítamín í fituhluta matarins og þá getur orðið skortur á því. Léleg upptaka E-vítamíns hefur til lengdar áhrif á taugakerfið og þreyta sest í vöðvana og jafnvægis- og sjóntruflanir gera vart við sig. Þá er nauðsynlegt að gefa inn E-vítamín í miklum mæli.
Einkenni koma ekki fram í taugakerfinu fyrr en eftir mörg ár hjá fólki sem verður fyrir því að fituupptakan bregst, t.d. við:
- glútenóþol
- slímseigjukvilla (cystic fibrosis)
- minnkaða virkni briskirtils (t.d. vegna sýkingar í briskirtli)
- skorpulifur (vegna þess að gallrásin stíflast)
Ef börn eru haldin meðfæddum sjúkdómi sem hefur í för með sér lélega upptöku fitu (t.d. gallrásarstíflu) verður fljótlega vart sterkra einkenna.
Hjá kornabörnum sem nærast á mjólkurdufti sem er E-vítamínsnautt geta einkenni E-vítamínsskorts komið fram sem sár á húðinni.
Hvernig er ráðin bót á E -vítamínskorti?
Ef einkenni eru um E-vítamínskort er ráðin bót á því með 200-400 milligramma dagskammti.
Fólk sem á erfitt með upptöku E-vítamíns, fær tvöfaldan skammt. Samhliða meðferðinni er fylgst með magni E-vítamíns í blóðinu með því að fara reglulega í blóðprufu.
Fyrirburar sem vega minna en eitt og hálft kíló eiga að fá 5 milligrömm af E-vítamíni á dag, frá því að þau eru vikugömul og þar til þau hafa náð tveggja kg. þyngd. Fái barnið ekki viðbótar E-vítamín, endar það með blóðskorti sem rakinn er til galla í rauðu blóðkornunum.
Hvað ber að varast?
Það er ekkert sem þarf að varast.
Hvers þurfa barnshafandi konur að gæta?
Kornabörn sem fá mjólkurduft án E-Vítamíns er hætt við einkennum sem fylgja skorti. Ef einhver grunur er á E-vítamínskorti er réttast að tala við lækni.
Hvernig lýsir of stór skammtur af E-vítamíni sér?
Úr því að þvagið er fitulaust getur umframmagn af fituleysanlegu E-vítamíni ekki skilist úr með þvaginu heldur verður að fara út með gallinu. Samt sem áður eru of stórir skammtar fáíðir.
Ef neytt er meira en eins gramms á dag, getur það valdið höfuðverk og þrautum í iðrum en það er ekki oft sem slíkt gerist.
Gríðarleg neysla á E-vítamíni (10 gr. á dag) hefur valdið verri frjósemi um skamman tíma hjá körlum og konum.
Er eitthvað sem þarf að varast (þungun, of stór skammtur og aukaverkanir)?
Þeir sem fá blóðþynnandi lyf, eða eru í áhættuhóp vegna heilablæðinga,ættu að hafa samráð við lækni áður en þeir hefja töku E-vítamíns, því áhrif lyfjanna geta aukist við neyslu E-vítamíns.
Greinin birstist fyrst árið 1999 en var uppfærð 22.apríl 2020
Höfundur greinar
Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Allar færslur höfundar