Hvers vegna fáum við harðsperrur?

Harðsperrur er afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar vöðvaálag eykst eða breytist. Það sem gerist er vöðvafrumur skemmast og rifna og uppröðun á samdráttapróteina þeirra breytist. Þá kemur fram bólgusvörun og líkaminn losar boðefni, en þau erta sársaukataugar í vöðvunum sem mynda verkinn sem margir þekkja.

Harðsperrur koma yfirleitt fram nokkrum klukkustundum eftir æfingu/átök en geta einnig tekið 1-2 daga og eru oftast verstar á 2.-3.degi. Á meðan líkaminn er að jafna sig á harðsperrunum eru vöðvarnir að byggja sig upp og verða sterkari og stærri fyrir vikið.

Lítið er hægt að gera til að koma algjörlega í veg fyrir harðsperrur þar sem vöðvaþræðirnir rifna við hreyfinguna en ekki eftirá. Ýmislegt má samt gera til að minnka líkur og auðvelda líkamanum að takast á við breytt/aukið álag

  • Bæta jafnt og þétt við æfingaálag.
  • Hita líkamann vel upp fyrir æfingar
  • Teygja á vöðvum sem voru notaðir. Það kemur í veg fyrir að þeir stirðni og verði stífir. Teygjur koma þó ekki í veg fyrir harðsperrur
  • Koma blóðfæði af stað með léttri hreyfingu. Blóðflæðið hitar upp vöðvana og þá minnka verkirnir örlítið.
  • Heitt bað og kaldir bakstrar til skiptis.
  • Drekka vel af vatni

Höfundur greinar