Ketó mataræði

Ketó er stytting á hugtakinu ketósa sem er ástands sem líkaminn kemst í þegar hann skiptir orkugjafa líkamans úr glúkósa í fitu.

Glúkósi er fyrsta og auðveldasta val líkamans til orkunotkunnar. Þegar líkaminn hefur klárað glúkósabyrgðir sínar eftir einhverja daga á lágkolvetna mataræði, fer lifrin að framleiða ketóna sem hann notar sem orkugjafa í stað glúkósans. Til að kalla fram þetta ástand þarf því að takmarka kolvetni verulega í fæðunni.

Þegar glúkósi er notaður sem orkugjafi er ekki þörf á að nota fituforða líkamans og líkaminn geymir hann því til seinni tíma.  Við það að minnka inntöku kolvetna neyðum við líkamann til að nota fituforðann í orkuframleiðslu.

Flestir sem byrja á þessu mataræði upplifa svolkallaða ketó flensu eftir um 2-5 daga án kolvetna. Einkenni geta verið:

  • Höfuðverkur
  • Þreyta
  • Svimi
  • Ógleð
  • Heilaþoka
  • Pirringur

Þessi einkenni hverfa  hjá flestum á nokkrum dögum eftir að líkaminn aðlagast því að nota fituna sem orkugjafa. Mikilvægt er á þessu tímabili að passa vel uppá vökva og saltinntöku. Gott ráð getur verið að drekka bolla af soði 1-2 á dag.

Engar rann­sóknir hafi sýnt fram á að ketósu ástand sé nei­kvætt eða hættu­legt. Tryggja þarf að vökva­inn­taka sé nægj­an­leg og að ekki verði skortur á nauð­syn­legum söltum, steinefnum og nær­ing­ar­efn­um. Einnig þarf að huga að því að mataræðið sé fjölbreytt, trefjaríkt og næringarríkt.

Algengustu ástæður þess að fólk hættir á lágkolvetna mataræðinu eru að mataræðið verður of einhæft og fólk getur fengið leið á því að borða eftir þeim skorðum sem það setur.

Það er fátt sem bendir til þess að þetta mataræði geti ekki gengið til langframa.  Flestir eru sennilega að nota þetta mataræði til að léttast, brenna fitu af líkamanum. Það getur virkað mjög vel og hratt en einhverjir geta lent í vandræðum að viðhalda því til lengri tíma.  Það er því mikilvægt fyrir þá sem vilja vera á þessu mataræði á líta á það sem lífstíl en ekki megrunarkúr.

 

Höfundur greinar