Kollagen

Kollagen er helsta byggingarprótein líkamans. Orðið collagen kemur upphaflega úr grísku þar sem “colla” merkir lím og “gen” að framleiða. Kollagen styrkir bein, vöðva, húð, liði, sinar og innri líffæri.

Kollagen er eitt af þeim efnasamböndum sem eru húð okkar mikilvægust. Það bindur raka og sér til þess að húðin viðhaldi frískleika sínum og teygjanleika sem lengst.

Kollagen er vinsælt fæðubótarefni. Til að upptaka kollagens úr meltingarvegi, sé sem best, þá þarf það að vera vatnsrofið (hydrolyzed) og af tegund #1.

Kollagen fáum við úr ákveðnum fæðutegundum, svo sem fiskroði, svínshúð og beinasoði.

Neysla kollagens getur haft afar jákvæð áhrif á heilsu okkar, til að mynda bættri meltingu, minni liðverki og betri húð.

Eftir 25 ára aldurinn minnkar náttúruleg framleiðsla líkamans á kollageni um 1% á ári. Með því að taka inn kollagen í formi fæðubótaefnis, örvum við aðra framleiðslu líkamans á próteini sem hjálpar til við að viðhalda uppbyggingu vefja líkamans.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að kollagen:

  • Hægir á öldun húðarinnar. Það er rakagefandi, kemur í veg fyrir hrukkumyndun og getur jafnvel minnkað þær sem þegar hafa myndast.
  • Hefur góð áhrif á hárið og vöxt þess. Hefur bætt s.s. hárlos, skallabletti og líflaust hár.
  • Það er gott fyrir beinin (Kollagen er 1/3 af beinþéttni í byggingu beina).
  • Það er gott fyrir þarmana
  • Það hefur áhrif á taugaboðefnin og hefur jákvæð áhrif á svefn.

Hvernig kollagen er best að taka?

Kollagen af tegund #1 er talið best til inntöku og þá í duftformi.

Kollagen úr fiskroði er oft kallað „kollagen sigurvegarinn“ og til að útskýra það á auðveldan hátt þá er það vegna þessara þátta:

  • Vinnur aðrar tegundir vegna aðgengi fyrir líkamann að nýta það og taka upp. Hefur lítil mólikúl umfram aðrar tegundir af kollageni.
  • Af því að kollagen úr fiski er af tegund #1 og er ríkt af aminósýrum og tvær sem eru í stóru hlutverki en þær eru glýsín og prólín. Glýsín er í grundvallaratriðum fyrir RNA og DNA, og með því viðhöldum við flestri virkni líkamans s.s. frumuskiptingu og til að hindra að eiturefni fái aðgang. Glýsín flytur einnig næringu til líkamsfrumna til orkuframleiðslu. Prólín aftur á móti getur unnið eins og andoxunarefni fyrir líkamann og þar með verndað frumurnar frá skemmdum frá sindurefnum, sem skilar sér í að líkaminn nýtir betur það kollagen sem við framleiðum og tökum inn.

Mikilvægt er að vita hvaðan kollagenið sem við borðum kemur, því þungamálmar, uppfylliefni og gervisæta er óæskilegt að innbyrða. Besta virknin er að taka hreint kollagen í duftformi.

Rannsóknir sýna góðan árangur með 5 grömmum á dag og aðrar um 10-20 grömm. Kollagen virðist vera góð fæðubót, ásamt góðum lífsstíl og hreyfingu.

Höfundur greinar