Kyrrseta

Þar sem breyttur lífstíll og vinnulag samtímans er nú flest byggt upp á tölvum þá felur það óhjákvæmlega í sér langar setur fyrir framan tölvuskjá. En líkaminn okkar er hannaður í upphafi til að vera á hreyfingu og bregst hann því ekki vel við mikilli kyrrsetu.
Kyrrsetan hefur ekki bara neikvæð áhrif á hjarta, meltingu og önnur innri líffæri, heldur leiðir hún einnig til hinna ýmsu liða- og bakvandamála.

Við virðumst þurfa að hreyfa okkur með reglulegu millibili yfir daginn til að forðast þessar neikvæðu aukaverkanir. Það er ekki nóg að skreppa einu sinni á dag á æfingu ef þess á milli er setið í margar klukkustundir.

Ef þú vinnur við tölvu og þarft að eyða þar mörgum stundum, taktu þá hlé reglulega yfir daginn til að fara í göngu stutta göngu. Þó það sé bara upp og niður stigagang eða til að sækja þér vatn. Umfram þá hreyfingu er gott að breyta um vinnustellingu á ca 30-45 mínútna fresti t.d. með því að standa upp. Gott ráð getur verið að stilla klukku eða setja tilkynningu í símann um að tími sé kominn til að standa upp og hækka skrifborðið.

Annað ráð er að koma sér upp ákveðinni rútínu tengda vinnuaðstöðunni og er þá gert ráð fyrir í þessari grein að þú hafir hækkanlegt vinnuborð. Í lok hvers vinnudags skaltu skilja borðið þitt eftir í upphækkaðri stöðu svo næsti dagur byrji alltaf á því að standa. Svo í hvert skipti sem staðið er upp frá skrifborðinu yfir daginn, til að sækja vatn, blöð í prentara eða fara á snyrtingu þá skaltu hækka borðið þegar komið er til baka og byrja á því að standa.
Hversu lengi staðið er í hvert skipti er erfitt að setja nákvæma tímasetningu á, en munum að hverjar 5 mínútur geta skipt máli.

Munum svo að hreyfing skiptir okkur öll jafn miklu máli.

Höfundur greinar