Ertu með sykursýki?

Fyrstu einkenni sykursýki tegund 2  geta hæglega farið framhjá þeim sem hafa sjúkdóminn. Erlendar tölur sýna að allt að þriðjungur veikra gangi um  án þess að gera sér grein fyrir að þeir hafi sjúkdóminn.

Fyrstu einkenni eru:

  • Þorsti/tíð þvaglát                   Því getur fylgt hungurstilfinning eða lystarleysi,munnþurrkur og breyting á líkamsþyngd
  • Höfuðverkur                           Einnig þreyta og óskýr sjón
  • Sýkingar                                 Útbrot eða kláði í húð,tíðar sveppasýkingar eða þvagfærasýkingar
  • Kyndeyfð                                Sykursýki getur skemmt æðar og taugar m.a. til kynfæra. Það getur orðið erfiðara að fá fullnægingu. Konur finna fyrir þurrki í leggöngum og karlmenn geta fengið ristruflanir.

Kannist þú við þessi einkenni  skaltu leita til þíns heimilslæknis og fá mældan blóðsykur.

Ítarlegri upplýsingar um sykursýki má finna hér á Doktor.is

Höfundur greinar