Eyrnaverkur

Hver er orsökin?

Verkir frá eyra geta komið frá hlustinni eða miðeyranu.

Eyrnamergur

Eyrnamergur getur safnast upp í hlustinni og á endanum myndað tappa. Það skerðir heyrnina og getur einnig valdið verkjum. Hægt er að leysa tappann upp með glýseróli eða sérstökum dropum, sem fást í apótekum. Yfirleitt þarf þó að leita til læknis til að skola merginn út. Eyrnapinnar gera ekkert gagn þar sem þeir þrýsta mergnum lengra inn í eyrað og gera illt verra.

Exem

Exem í eyranu getur valdið verkjum. Ef um exem er að ræða er mikilvægt að nota ekki eyrnapinna eða þess háttar verkfæri til að pota inn í eyrað. Það gerir yfirleitt illt verra. Eyrnadropar geta linað verkina og dregið úr ertingunni.

Miðeyrnabólga

Verkurinn kemur innan úr eyranu. Miðeyrnabólga með bakteríusýkingu eða án hennar er algengasta orsök eyrnaverkja. Aukinn þrýstingur í miðeyranu veldur spennu í hljóðhimnunni. Það veldur verkjum og dregur úr heyrn (langoftast tímabundið).  Ef grunur leikur á að um bakteríusýkingu sé að ræða þarf að meðhöndla sýkinguna með sýklalyfi.

Ráðleggingar

Nefdropar, sem eru fáanlegir án lyfseðils í apótekum, draga úr bólgu í slímhimnum nefsins og bæta þannig loftflæðið milli nefhols og miðeyra svo að loftið getur streymt um kokhlustunarrörið sem liggur á milli nefholsins og miðeyrans. Þetta getur einnig dregið úr þrýstingi í miðeyranu og þar með linað verkina.

Hægt að reyna að sofa með hærra undir höfði og að taka verkjastillandi lyf.

Höfundur greinar