Hvernig á að meðhöndla kvef/flensu hjá börnum ?

Meira en 100 tegundir af veirum geta orsakað kvef eða flensu. Venjulega er þetta veirusýking sem að herjar á ytri öndunarfæri. Kvef og flensur eru sérstaklega algengar um vetrarmánuðina þar sem fólk er mikið saman innandyra.

Ungbörn og börn til 3 ára aldurs eru hættari við kvefi en fullorðnir. Að meðaltali fá börn á leikskólaldri 3-8 sinnum kvef á ári en sum fá kvef oftar.

Börn á þessum aldri fá oftar kvef heldur en eldri krakkar og fullorðnir vegna þess að þau hafa ekki nógu þroskað ónæmiskerfi til þess að berjast við fjöldan allan af þessum veirum.

Hver eru einkenni kvefs hjá börnum ?

Börn geta verið eirðarlaus og pirruð. Augljósasta merkið um kvef er nefrennsli eða stíflað nef, en önnur einkenni geta verið hálsbólga, hósti og hækkað hitastig. Stundum fá börn illt í eyrun vegna miklar slímmyndunar bakvið hljóðhimnuna.

Hver eru einkenni flensu hjá börnum ?

Einkenni flensu innihalda þessi almennu kvefeinkenni, en auk þess geta börnin fengið hita, höfuðverk, uppköst, niðurgang, lystarleysi og mikla þreytu. Einkenni flensu koma hraðar fram en einkenni kvefs og börnin verða veikari.

Hvernig á að meðhöndla kvef/flensu hjá börnum ?

Það er engin lækning við veirusýkingum, kvefið eða flensan verður að fá að ganga yfir að sjálfu sér. Þar að leiðandi virka sýklalyf ekki. Einkenni kvefs geta varað í allt að tvær vikur hjá börnum, sérstaklega ungbörnum.

 

Til að létta á einkennum kvefs/flensu getur þú gert eftirfarandi:

  • Gakktu úr skugga um að barnið þitt dreki reglulega nóg af vökva.
  • Fylgstu með hitastiginu. Ef að barnið þitt er með hita eða líður illa getur þú gefið því parasetamól til að lækka hitann og bæta líðan.
  • Gott er að hafa raka í svefnherberginu með því að setja skál af volgu vatni ofan á ofn og hafa örlítið hærra undir höfði meðan að barnið sefur til þess að opna öndunarveginn betur.
  • Saltlausir nefdropar eða úðar eru góðir til þess að hreinsa slím sem hefur valdið þrengslum og stíflu í nefinu.
  • Fyrir mjög stíflað nef hjá ungbörnum getur sogtæki hjálpað. En það er tæki sem að hreinsar slím úr nefi barnsins með sogaðferð.
  • Ef að barnið þitt er með mikinn hósta er hægt að gefa því hóstamixtúru. Leitið ráða í apóteki við val á mixtúru eftir aldri barns.

Hvenær á að leita til læknis ?

Horfðu á barnið þitt og notaðu þína skynsemi. Er það ólíkt sjálfrum sér ? Virðist barnið örmagna eða rosalega veikt?

  • Ef einkenni hafa varað lengur en í þrjár vikur eða versnað skyndilega.
  • Ef barnið þitt grætur óvenju mikið og verður ekki huggað.
  • Ef barnið þitt er með hita yfir 38° C í meira en þrjá daga eða að parasetamól lækkar ekki hitann.
  • Ef barnið þitt er með öndunarerfiðleika.

Höfundur greinar