Kynsjúkdómar

Kynsjúkdómar hafa fylgt mannkyninu fráörófi alda. Íbiblíunni er talað um að hvítur vökvi hafi runnið frá þvagrás karls, talið vera sæði, en hefur sennilega verið merki um þvagrásarbólgu. Á stríðstímum í Evrópu dreifðust smitsjúkdómar oft hratt og víða. Þeir voru líka oft nefndir eftir óvininum svo sem franska veikin af Ítölum og ítalska veikin af Frökkum, þegar þessar þjóðir áttu í stríði. Hárkollunotkun hjá aðli og fínni borgurm hefur verið rakin til blettaskalla sem getur verið fylgikvilli sárasóttar. Í byrjun 19. aldar var Bessastaðastofa notuð til einangrunar, enda langt frá hinni vaxandi Reykjavík. Einangra varð vegna sárasóttarfaraldurs, sem talinn var hafa komið með Dönum, sem unnu við Inréttingarnar í Reykjavík.

Hvað er kynsjúkdómur?
Kynsjúkdómur er smitsjúkdómur, sem berst milli manna við nána snertingu. Algengt er að miklir fordómar séu gegn þessum sjúkdómum. Þeir geta farið leynt þar sem þeir gefa oft lítil einkenni eða óþægindi.

Er hægt að smitast af fleiri en einum kynsjúkdómi samtímis?
Já og það er meira að segja algengt. T.d. er meira en helmingur þeirra sem smitast af lekanda í nágrannalöndunum líka með klamydíusmit. Kynfæravörtur og klamydía eru líka oft samtímis til staðar.

Hvað hefur áhrif á fjölda smitaðra á hverjum stað og hverjum tíma?
Ýmislegt hefur áhrif s.s. kynlífshegðun fólksins, hvaða sjúkdómar eru til staðar í samfélaginu og hvaða heilbrigðisþjónustu er boðið upp á. Aldur stúlkna við fyrstu blæðingar hefur lækkað á öldinni og er nú 13,6 ár (fyrir konur fæddar 1962) eða jafnvel lægri. Aldur við fyrstu samfarir er bæði hérlendis og í Svíþjóð um 15,4 ár. Breyttar þjóðfélagsaðstæður, t.d. rýmri húsakynni, gera það að verkum að einkalíf ungs fólks er annað og meira en áður fyrr. Það eru ekki mörg tækifæri, ef maður t.d. deilir herbergi með systkynum sínum til fullorðinsára. Fólk staðfestir ráð sitt seinna (finnur hinn eina rétta/hina einu réttu). Svokölluð raðsambönd eru því algeng, en EKKI fjöllyndi sem eru mörg sambönd samtímis.

Hvaða kynsjúkdómar eru á Íslandi í dag?
Bakteríusýkingum hefur fækkað með auðveldari greiningu og öruggari lækningu. Algengust er klamydía. Árlega greinast 1400 einstaklingar með klamydíu. Flestir þeirra eru á aldrinum 16-25 ára. Margir eru einkennalausir smitberar. Mögulega eru þeir tvisvar til þrisvar sinnum fleiri, en það er óvíst hver sú tala er nákvæmlega. Ágiskanir frá nágrannalöndunum telja það líklegt. Samkvæmt þessu ættu að vera um 4000 manns smitaðir á Íslandi árlega, eða heill fæðingarárgangur.

Hver eru einkenni sýkingar?
Klamydía veldur bólgu í slímhúð, m.a. í þvagrás og leggöngum. Óþægindi eru frá þvagrás, sárt að pissa, þarf að pissa oftar en vanalega, glærgulur vökvi kemur frá þvagrásaropi og blettir koma í nærbuxur. Hjá stúlkum eru einnig óþægindiog útferð frá leggöngum og stundum blæðingaróregla. STÓRA VANDAMÁLIÐ er að allt að 80% bæði stráka og stelpna eru einkennalaus eða einkennalítil. GLEÐIFRÉTTIRNAR eru hins vegar að nú er hægt að fara í klamydíupróf SÁRSAUKALAUST. Tæknin hefur fært okkur nýja möguleika sem felst í því að með nokkrum ml. af þvagi, fyrstu bunu, má rannsaka hvort klamydíubakterían sé til staðar eður ei. Prófið er ekki 100% öruggt, en miklu öruggara en eldri prófin, sérstaklega hjá strákum.

Hver er meðferðin?
Meðferðin við klamydíu er sýklalyf. Það er annaðhvort gefið sem 4 hylki öll í einu eða 2 töflur á dag í viku. Mikilvægt er að rekja smitið þannig að þeir sem maður hefur sofið hjá síðastliðna 6 mánuði fari í skoðun og próftöku. Einnig er mikilvægt að báðir aðilar í föstu sambandi fái lyf samtímis.

Hverjir eru fylgikvillar?
Konur fá oftar fylgikvilla klamydíusýkingar. Talið er að 10% þeirra kvenna, sem fá klamydíusýkingu, eigi við ófrjósemi að stríða vegna bólgubreytinga í eggjaleiðurum, fái utanlegsfóstur eða langvinna kviðverki. Þessi hætta eykst ef konan smitast oftar. Eftir þriðju sýkingu er haldið að 60% kvenna séu minna frjósamar. Ef 700 konur eru greindar með klamydíu á ári, þá eru 70 konur í hættu. Ef við líka reiknum með þögla smitinu þá gætu 2000 konur verið smitaðar og 200 konur í hættu á ófrjósemi árlega. Hjá körlum er miklu minna vitað um alvarlegar afleiðingar klamydíusýkingar, en taldar auknar líkur á ófrjósemi.

Aðrir kynsjúkdómar
Lekandi, sem fyrir 10 árum var algengur hérlendis, greinist nú sjaldan og er þá um að ræða smit komið erlendis frá. Sárasótt er líka sjaldgæf og smitið berst nær eingöngu erlendis frá
Veirusýkingum hefur fjölgað, enda greining þeirra oft erfiðari og varanleg meðferð sjaldnast til. Þó er alltafmöguleiki á að lina einkenni og stundum er til meðferð, sem bælir sýkinguna með því að hindra að veirurnar fjölgi sér í líkamanum. Algengastar eru kynfæravörtur, sem eru veirusýking af sama stofni og vörtur sem koma á hensur og fætur. Þær koma bæði á kkynfæri og við endaþarm. Algengast er að hjá stelpum komi þær á spöngina og við leggangaopið, einnig á l egháls. Hjá strákum koma þær í og við þvagrásaropið og á forhúð sérstaklega við strenginn. Vörturnar geta litiðð út á að minnsta kosti þrjá mismunandi vegu: Upphækkaðar eins og blómkál, aðeins upphækkaðar eða þá sléttar, sem oftast er ómögulegt að sjá á n sérstakrar skoðunar. Hvernig finnur maður sjálfur vörturnar ? Þær sjást eða finnast við snertingu. Þetta er oftast auðveldara fyrir stráka en stelpur. Einnig kemur kláði, sviði, blæðing og sprungur í húðina. Þetta veldur óþægindum við og eftir samfarir, sérstaklega hjá konum. Meðferðin byggist á því að bera á frumudrepandi lausn eða krem. Einnig er hægt að frysta eða brenna (í deyfingu) þær í burtu. Meðferðin getur tekið nokkurn tíma og krefst þolinmæði og þrautseigju. Konur með vörtur þurfa að fara reglulega í skoðun og láta taka strok frá leghálsi (krabbameinsskoðun). Þetta er vegna þess að vörtusýking er einn af áhættuþáttum fyrir því að fá frumubreytingar og e.t.v. síðar leghálskrabbamein.

Frunsuveira
Frunsuveira er líka algeng. Hún veldur sárum (áblæstri) á vörum og ytri kynfærum. Smit er algengt, en færri fá áblástur að staðaldri. Hvað kemur þá áblæstri af stað ? Andlegt og líkamlegt álag, eins og t.d. sýkingar, sólarljós og streita. Með lyfjum er hægt að bæla veirustarfsemina, en ekki lækna. Ekki má gleyma að líkaminn lærir að halda veirunni í skefjun með tímanum með því að mynda mótefni. Deyfandi krem og kælandi bakstrar lina mestu óþægindin í byrjun kasts. Einnig er mikilvægt að gæta fyllsta hreinlætis og varast að bera smit á milli staða með fingrum.

Alnæmisveiran
Alnæmisveiran er ný meðal veirusýkinga, sem smitast við nána snertingu og blóðblöndun. Flestir eru einkennalausir í langan tíma, en mótefni eru mælanleg í 3-12 vikur eftir að smit á sér stað. Áður var talað um áhættuhópa, síðan áhættuhegðun, en nú er talað um að allir séu í áhættu, en þó sérstaklega ungt fólk, sem ekki hefur fest ráð sitt. MIKILVÆGT er að verja sig gegn smiti. Þó að ný lyf hafi komið til þá lækna þau ekki.

Lifrarbólga
Lifrarbólga B getur smitast við samfarir, en einnig við blóðblöndun. Getur valdið gulu, en er oft einkennalaus eða einkennalítil en samt smitandi.

Aðrir sjúkdómar sem geta smitast við nána snertingu eru flatlús og kláðamaur. Flatlús er eini svokallaði kynsjúkdómurinn, sem smitast þótt maður noti smokkinn.

Einkenni frá kynfærum geta komið, þótt ekki sé um kynsjúkdóm að ræða. Þetta geta verið húðsjúkdómar eins og t.d. psoriasis og exem, gersveppaeinkenni og skeiðarsýklun (sem eru einkenni um aukningu á örverum, sem eðlilega eru til staðar á kynfærum).

Áhættuþættir kynsjúkdóma eru nýr og /eða óþekktur rekkjunautur, margir og/eða einkennalausit smitaðir rekkjunautar, einnig fylgir ferðalögum aukin hætta (kynlífsferðum), fólksflutningum og flóttafólki (stríð), því að tilheyra útsettum þjóðfélagshópi og fátækt.

Hvernig á þá að verja sig ?

Smokkurinn er góð getnaðarvörn og smitvörn, ef hann er rétt notaður. Pillan verndar að einhverju marki, með því að breyta slíminu í leghálsinum, sérstaklegagegn sýkingum í innri kynfærum.

Greinin birtist fyrst 30. júlí, 2002

Höfundur greinar