Ökklabrot

Orsök ökklabrota geta verið mismunandi, allt frá minniháttar mistökum t.d. að misstíga sig, snúa upp á ökklann eða minniháttar bylta og upp í alvarlegri áverka t.d. eftir bílslys. Alvarleiki ökklabrota er mismunandi, getur verið frá mjóum sprungum í beini og upp í brot þar sem endinn á beininu getur stungist í gegnum húðina. Meðferðin fer eftir alvarleika og staðsetningu brots. Í einstaka tilfellum gæti þurft aðgerð þar sem komið er fyrir plötum og skrúfum til að halda beininu saman svo það grói á rétta vegu.

Einkenni

  • Skyndilegur nístandi verkur í ökklanum.
  • Bólga
  • Mar
  • Eymsli
  • Aflögun
  • Erfiðleikar eða verkir við að ganga eða bera þyngd

Ef þið verðið vör við áberandi aflögun á fætinum, eruð með verki eða bólgu sem skánar ekki eða verður verri yfir tíma, með verki í fætinum sem hafa áhrif á göngugetu/göngulag skal leita til læknis.

Orsök

Ökklabrot verða yfirleitt þegar einstaklingur snýr uppá ökklann en getur einnig stafað af beinu höggi á ökklann. Algengustu orsakir ökklabrots eru:

  • Bílslys. Einstaklingar sem ökklabrotna eftir bílslys gætu þurft á skurðaðgerð að halda til að laga brotið.
  • Byltur. að detta um eitthvað eða detta í jörðina getur brotið beinin í ökklanum. Einnig er hægt að ökklabrotna við það að lenda á fótunum eftir að hafa stokkið úr tiltekinni hæð.
  • Að misstíga sig. Stundum er nóg að stíga vitlaust í fótinn. Þegar það gerist getur það orsakað að einstaklingar snúa uppá ökklann sem getur leitt til brots.

Áhættuþættir

Eftirfarandi þættir geta orsakað auknar líkur á ökklabroti:

Þátttaka í íþróttum, að stunda snertiíþróttir t.d. íshokki eða fótbolta getur aukið áhættuna á ökklameiðslum.

Notkun á röngum búnaði, skór sem passa ekki rétt eða eru of slitnir geta ýtt undir líkur á álagsbroti og byltum. Einnig geta hlutir eins og að hita ekki upp og teygja fyrir æfingar valdið auknum líkum á ökklameiðslum.

Skyndilega mikil aukning á hreyfingu miðað við venjulega, hvort sem þú ert í góðu formi eða slæmu þá getur þetta valdið auknum líkum á álagsmeiðslum.

Mikið dót á gólfum heima fyrir, að hafa mikið dót á gólfum eða of litla lýsingu heima fyrir getur aukið líkur á ökklameiðslum.

Undirliggjandi sjúkdómar, t.d. beinþynning getur aukið líkur á ökklabroti.

Reykingar, geta aukið hættuna á beinþynningu. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að bein gróa ekki eins hratt hjá einstaklingum sem reykja.

Fylgikvillar

Fylgikvillar ökklabrots eru óalgengir en dæmi um þá eru:

Liðagigt, brot sem ná inn í liðinn geta valdið liðagigt árum seinna. Ef einstaklingar fá verk í ökklann löngu eftir brot er mælt með að láta lækni skoða það.

Beinsýking (beinbólga). Ef einstaklingar eru með opið beinbrot (sem þýðir að endi beinsins fer í gegnum húðina og stendur út) eru í meiri hættu á þessu því þá er beinendinn útsettari fyrir örverum sem geta valdið sýkingu.

Compartment syndrome, það er sjaldgjæft að þetta komi upp við ökklabrot. Þetta veldur miklum sársauka, bólgu og getur leitt til skemmdar á vöðvum.

Tauga- eða æðaskemmdir, ökklabrot geta valdið skemmdum á taugum eða æðum neðst í fætinum. Ef einstaklingar fá náladofa eða verða varir við truflanir á blóðflæði skal kíkja strax til læknis.

Forvarnir

Þessir punktar geta hjálpað til við að koma í veg fyrir ökklabrot:

  • Notið viðeigandi búnað, verið í góðum skóm á æfingum og skiptið þeim út reglulega. Ef farið er í fjallgöngur, notið gönguskó.
  • Byrjið rólega, finnið æfingarplön sem virka fyrir ykkur.
  • Mismunandi æfingar. Að breyta um æfingar getur minnkað líkur á álagsmeiðslum, t.d. að skipta út hlaupum fyrir sund eða hjólaæfingar.
  • Að fá nóg af kalsíum og D-vítamíni daglega er mikilvægt til að viðhalda sterkum beinum.
  • Dragið úr hættu á byltum á heimilinu. Fjarlægja hluti af gólfum, þurrka strax upp bleytu ef eitthvað hellist niður, hafa snyrtilegt í kringum sig og lítið dót á gólfum sem hægt er að detta um, nota gúmmímottu í sturtu o.fl.
  • Styrkið vöðvana í kringum ökklann, t.d. ef einstaklingar eru gjarnir á að misstíga sig eða snúa upp á ökklann er þetta gott ráð.

Höfundur greinar