14 mánaða barn með 2 tennur

Spurning:

Er eðlilegt að 14 mánaða barn sé einungis með 2 tennur og ekkert bóli á hinum?

þarf ég að hafa áhyggjur að hinar komi skemmdar???

Svar:

Sæl.

Mjög er misjafnt hvenær börn taka tennur. Tvær tennur við 14 mánaða aldur er innan marka his eðlilega en þið ættuð þó að biðja ykkar tannlækni að líta á barnið. Engin ástæða er til að ætla að aðrar tennur komi skemmdar.

Kveðja,
Ólafur Höskuldsson, barnatannlæknir