Á eg að hætta á homónatöflunum?

Spurning:
Ég er kona 46 ára og er búin að vera á hormónatöflum "Trisekvens Forte" í tæplega 3 ár. Nú er ég búin að vera að heyra í fjölmiðlum og frá fleirum að þessar töflur séu krabbameinsvaldandi. Gætir þú ráðlagt mér um hvort ég eigi að hætta að taka þær eða halda áfram á þeim því nú fá konur til dæmis ekki beinþynningu og fl. Ef þér fynnst að ég ætti að hætta gæturu þá mælt með einhverju öðru

Svar:
Þessu getur etv enginn svarað nema þú sjálf og sá sem setti þig á þetta hormón, nema vera skyldi landlæknir sem hefur ráðlagt að láta konur hætta á hormónameðferðum. Því ættir þú að fá þér tíma hjá þínum lækni og ræða þetta við hann.

Bestu kveðjur
Arnar Hauksson dr med.