Góðan dag.
Ég tek reglulega Probi Mage fæðubótarefni með lactobacillus plantarum 299v. Nú er ég að fara til Kúbu og mælt er með því að taka acidophilus nokkru fyrir brottför og meðan á dvöl stendur. Þá er spurningin þessi: Er í lagi að taka hvort tveggja í 3 vikur?
Ég keypti frá NOW: 4×6 Acidophilus. Innihald:
Lactobacillus acidophilus La-14
Bifidobacterium lactis Bi-04
Bifidobacterium longum Bi-05
Streptococcus thermophilus St-21
Með bestu þökk fyrir svar,
Lactobacillus bulgaricus Lb-87
Lactobacillus paracasei Lpc-37
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Magrir nota heitið acidophilus sem samheiti fyrir verndandi góðgerla í maga. Ráðleggingar ferðaskrifstofunnar eru þannig almenns eðlis að gott sé að hlaða magaflóruna af góðgerlum til þess að draga úr líkum á magavandamálum á meðan á ferðinni stendur, sérstaklega ef búast má við því að maður sé að fara að borða öðruvísi eða framandi mat.
Ef þú ert nú þegar að taka inn góðgerla að staðaldri ættir þú ekki að þurfa viðbót en það gerir þér heldur ekkert ógagn, sérstaklega ef þú ert viðkvæm/ur í maga. Þú finnur það strax ef þetta er of mikið og þú færð aukinn vindgang eða linar hægðir, þá er betra að minnka við sig.
Gangi þér vel og góða ferð
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur