æðasprungur í andliti

Ég er æðasprungin í kinnum, er eitthvað hægt að gera í því? Af hverju stafar þetta? Ég reyki, getur það verið ástæðan? Er þetta varanlegt?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Æðaslit í andliti kemur oft í kjölfarið á eða með rósroða í andliti. Æðaslit eru líka nokkuð algeng sem koma vegna umhverfisáhrifa. Rósroði er bólgusjúkdómur í híð sem er langvinnur og einkennist m.a.a af roða og háræðaslitum í enni, kinnum og á nefi. Ekki er alveg vitað að fullu um orsakir rósraða, en rannsóknir hafa sýnt að erfðir hafa eitthvað með það að segja.
Það er hægt að fara í laser sem hjálpar til við að losna við þetta.

Hér getur þú lesið þér betur til um þetta hjá húðlæknastöðinni:

https://hudlaeknastodin.is/rosrodi-medferdir/

Vona að þetta svari spurningunni þinni.

Gangi þér vel

Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur