Æfingar fyrir stóra lærapoka?

Spurning:

Sæl Ágústa,

Ég er 36 ára gömul, grönn en með ansi stóra lærapoka. Er gott fyrir mig að vera í spinning eða hvaða æfingar eru bestar fyrir þennan hluta líkamans?

Svar:

Öll þolþjálfun, og þar á meðal „spinning", er góð til að losna við óvelkomna fitu hvort sem hún er á maga, lærum eða annarstaðar á líkamanum.

Fitan er eins og blóðið, tilheyrir ekki einstökum líkamshlutum heldur líkamanum í heild og því er ekki hægt að ná fitu af ákveðnum svæðum. Gott er að gera styrktaræfingar fyrir rass- og lærvöðva, þannig styrkir þú þau svæði, en fitunni brennir þú ef þú hreyfir þig reglulega og fækkar aðeins hitaeiningum sem þú neytir.

kveðja,
Ágústa Johnson