Góðan dag,
Ég er með smá flókna fyrirspurn, en ég veit bara ekki hvað ég get gert.
Ég er í þannig stöðu að ég hef smá áhyggjur af pabba mínum, hann er þrjóskur og nennir ekki að láta skoða sig nánar hjá læknum.
Hann er 64 ára lyfjafræðingur, hann er greindur með narcolepsy og er á lyfjum við því.
Hefur verið að hósta svo mikið á nóttunni, í marga mánuði víst núna.
Hann er oft frekar rámur og er með mikinn munnþurrk (þannig að hann þarf stöðugt að vera með vatn við höndina) og svo augnþurrk líka (augndropar mörgum sinnum á dag í mörg ár.
Svo hefur hann verið með verk í hægri handlegg sem leiðir alveg niður í fingur svona af og til, vill meina að það sé út af tölvumús sem hann notar í vinnnunni, einhvernvegin finnst mér ólíklegt að þetta sé bara út af tölvumús í vinnunni.
En svo núna er hann kominn með verk í vinstri handlegg.
Hann fór til lungnasérðfræðings og þurfti sjálfur að biðja um að fá myndatöku og almennilega skoðun, það kom víst allt eðlilega út úr því.
Geta þetta verið kannski aukaverkanir vegna lyfjanna við narcolepsy?
Svo ég er að velta fyrir mér, hvort þið hafið einhver svör, hugmyndir hvað geti verið að og hvert hann eigi þá að leita, með von um svör sem fyrst svo þetta fari ekki að versna.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Það eru mismunandi lyf notuð við narcolepsy og mörg þeirra með ýmsar aukaverkanir þ.a.m. munnþurrk. Augnþurrkur fylgir oft aldri og einnig mikilli skjánotkun.
Ef þið hafið ekki borið þessi einkenni undir heimilislækni þá er best að fara þá leið til að byrja með en hann mun síðan senda föður þinn í rannsóknir og til viðeigandi sérfræðings. Annars er að leita beint til taugalæknis með verkina í handleggjum en taugalæknar eru auk þess helstu meðferðaraðilar við narcolepsy.
Gangi ykkur vel,
Guðrún Ólafsdóttir
Hjúkrunarfræðingur