Alltaf að fá veikindi

Góðan daginn Ég er 18 ára og hef verið með lengi verk í mjóbakinu í Sirka ár. Ég æfi sund og fæ alltaf verk í mjóbakið eftir æfingar og ég get ekki labbað míkið því ég fæ verk ef ég reini of míkið á mjóbakið þá fæ ég verk ég er í sjúkraþjálfun en það virkar bara ekki Ég get ekki teikt mig afturabak ég get varla hreift mjóbakið
Hvað gæti þetta verið

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að segja til hver ástæða verkjanna er útfrá þessari lýsingu. Ýmislegt getur spilað inn í t.d. hvort eitthvað hafi komið fyrir og hvort verkirnir leiði eitthvað eða séu staðbundnir. Ræddu þetta endilega við heimilislækni sem getur komið þér í réttan farveg.

 

Gangi þér vel

 

með kveðju,

Sigrún Inga Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur