alzheimer

Er lyfið Razadyne notað á Íslandi?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Virka innihaldsefnið í Razadyne heitir Galantamine.

Þú getur séð upplýsingar hér varðandi þetta lyf hjá sérlyfjaskrá:

https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/47cfbf71-c805-e811-80db-00155d154609/Galantamin_STADA_Fylgise%c3%b0ill.pdf

Þetta lyf er að minnsta kosti selt hér á Íslandi, en ég hef því miður ekki upplýsingar um hversu mikið það er skrifað út.

Ef þig langar að vita frekar um það ráðlegg ég þér að hafa samband við þinn lækni.

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir,  hjúkrunarfræðingur