Spurning:
Hæ, hæ.
Mig langar að spyrjast fyrir um andlitsfitu. Málið er að ég er grönn en það eina sem er að angra mig er að mér finnst ég „feit í framan“.
Er til einhver leið að grenna sig í framan? 🙂
Ég stunda líkamsrækt 3 sinnum í viku til að styrkja mig og ég er ekkert að breyta mataræðinu mínu neitt að ráði. Mér þætti vænt um að fá einhver góð ráð við þessu smávægilega vandamáli mínu.
Með fyrirfram þökk.
Svar:
Sæl.
Það er ekki hægt að brenna fitu af einstökum stöðum á líkamanum. Fitan er eins og blóðið, samnýtt af öllum líffærum og líkamshlutum. Ef við gætum brennt fitu af einstöku svæði myndi ég ráðleggja þér að tyggja tyggigúmmí án afláts allan daginn og tala stöðugt. En eins og þú veist eru þeir sem tala mikið og tyggja mikið tyggigúmmí ekkert grennri í andliti en við hin. Það er líklegt að þú sért þannig sköpuð að þú sért með búttaðar kinnar eða breiðleit í andliti. Við því er lítið annað að gera en að líta á björtu hliðarnar og vera ánægð yfir því að vera grönn að öðru leyti og heilbrigð!! Það er líka bara hraustlegt að vera með smá fyllingu í kinnunum.
Gangi þér vel.
Kveðja,
Ágústa Johnson