Ástand hálsæða

kalkaðar hálsæðar
hvert leiðir það mann

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Kölkun getur safnast fyrir í  æðum líkamans með hækkandi aldri og eins eru tengsl við erfðir og lífsstíl. Það fer svo eftir því  hve mikil kölkunin verður og í hvaða æðum hver áhrifin af því verða.  Kölkun í æðum hefur áhrif á blóðflæði um þær og það eykur þrýstinginn í þeim, þær geta rofnað eða það brotnar úr kölkuninni og brotið berst í smærri æðar og getur valdið stíflum þar.

Ég hvet þig til að lesa þér  betur til HÉR og ræða við heimilislækninn þinn eða þann lækni sem greinir þetta vandamál hjá þér.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur