Atenólól?

Spurning:
Mig langar að spyrja hvað lyfjafíkill gæti hugsanlega fengið út út því að taka lyfið Atenolol nm pharma, lyf sem maðurinn minn tekur daglega. Ástæðan fyrir því að ég spyr er að þessi lyf hurfu af heimilinu og við höldum jafnvel að ástæða sé til að gruna að ákveðinn heimilisvinur hafi tekið þau traustataki en varla nema að eitthvað sé í þau að sækja fyrir hann.

Svar:
Atenolol er svokallaður betablokkari. Betablokkar hafa neikvæð áhrif á samdráttarkraft hjarta og hjartsláttartíðni og lækka þannig blóðþrýsting. Ég fæ ekki séð að neysla betablokkara í stórum eða smáum skömmtum leiði til neinnar vímu eða vellíðunar. Ég tel því útilokað að lyfjafíkill sæki í það til þeirra nota. Möguleiki er þó að fíkill sem er í neyslu á örvandi efnum eins og amfetamíni, E-töflum eða efedríni, sækti í lyf eins og atenolol til að draga úr aukaverkunum þessara efna á hjarta.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur