Átröskun, eða ekki?

Sæl verið.

Ég er stúlka á 19 ári. Ég og kærastinn minn höfum smá verið að rífast undanfarið um hvort ég sé með átröskun eða ekki, svo ég ákvað að senda ykkur bara póst og sjá hvað þið segið. Vona að það sé í lagi ykkar vegna.

Okeii ég veit ekki alveg hvar skal byrja en ég borða mjög lítið sem ekki neitt á daginn og er ógeðslega hrædd við mat. Ég er 44,6 kg og 162cm. Kærastanum mínum finnst það vera of létt á meðan mér finnst ég vera alltof feit og er því alltaf að reyna létta mig, og vigta ég mig því frekar oft. Ég hef reynt að æla upp matnum sem ég veit alveg að það er einkenni af átröskun en ég hef þó náð því árangurslaust af þeirri ástæðu að það er kannski ekki neinn matur í líkamanun mínum til þess að kasta upp.
Kærastinn minn hefur stanslausar áhyggjur af mér og spyr mig á hverjum degi hvað og hvort ég hafi borðað eitthvað yfir daginn. Ég segi oft bara já og bý til eitthvað upp en oftar en ekki er ég kannski bara ekki búin að borða neitt.
Ég veit vel að þetta er kannski ekki alveg normal” mataræði hjá mér, en þó myndi ég nú ekki kalla þetta átröskun. Þó svo að kærastinn minn segir það og bara á ári er ég búin að missa 7-8kg sem ég held að sé bara allt í góðu, þar sem margir eru nú að missa mörg kíló oft á ári.

Sæl,

Takk fyrir fyrirspurnina. Ég tel að ástæða sé til þess að panta tíma hjá heimilislækninum þínum og ræða málin. Eins gætir þú haft samband við átröskunarteymi Landspítalans, netfangið hjá þeim er  atroskun@landspitali.is, þá sendir þú þeim símanúmerið þitt og þau hafa samband og veita þér ráðleggingar.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur