Augnaplastík og brjóstalyfting?

Spurning:
Sæll Ottó.
Mig langar að fá upplýsingar hjá þér um 3 atriði. Þannig er að ég er 29 ára gömul, á 3 börn. Brjóstin orðin slöpp og mig langar að fá mér sílikon.Eins er nefið á mér skakkt og fyrir mér er það mikið lýti. Um tvítugt fór ég að fá bauga og með árunum fór þetta að ágerast. Í dag er ég með poka fyrir ofan og neðan augun og mjög dökka bauga fyrir neðan augun. Oft eru þeir allt að því að vera svartir. Það sem mig langar að fá að vita er hægt að gera þessi þrjú atriði í sama skiptinu? Hvað tæki það langan tíma að jafna sig? Eru miklar aukaverkanir? Hvað mun þetta kosta, öll þrjú atriðin? Hvað er löng bið eftir að komast að t.d hjá þér?

Svar:
Komdu sæl.
Það er hægt að gera brjóstalyft/silicone og augnplastik í einu. Kostnaður fyrir allar aðgerðirnar er 380.000-520.000 eftir því hvort það þurfi að lyfta brjóstunum líka eða bara setja silicone. Best að fá að sjá þig til að meta og útskýra. Það er bið til april eða maí. Þetta gengur yfirleitt mjög vel. Jafnar þig nokkuð vel á 2-3 vikum.

Kær kveðja.
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir  s:563-1060