augnbotnahrörnun

Er til fæðubótablanda með lutein,zeaxanthin og meso-zea o g skilar hún árangri sbr. þáttinn Hlustaðu á lækninn á RUV 2.6 ´20. Kveðja frá einni sem vill allt til vinna að fá aftur betri sjón á liti í fjarlægð.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Framboð fæðubótaefna er síbreytilegur og stór markaður. Árangur slíkra efna er einstaklingsbundinn, það sem virkar fyrir einn gerir ekkert fyrir annann en klárlega er ýmislegt til sem kemur mörgum að góðu gagni.

Þú skalt endilega spyrjast fyrir um þetta efni í lyfjaverslun eða heilsuvöruverslun. Þar eru starfsmenn frekar upplýstir um þau efni sem verið er að selja. Hafa þarf í huga að fæðubótaefni koma aldrei í stað lyfja eða læknismeðferðar.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur