er með sýkingu útvortis á ytra augnkrikum. getur þetta verið ristill.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Ristill er það þegar maður fær sársaukafulla smáblöðrur af völdum hlaupabólu-ristilveiru (Varicella zoster veiru). Fólk á öllum aldri getur fengið ristil en hann er algengastur hjá fólki yfir 60 og hjá einstaklingum með veiklað ónæmiskerfi. Til að skera út um það hvort um ristil sé að ræða þarf að taka stroksýni úr útbrotum og senda í ræktun. Hvort heldur sem er veirusýking eða bakteríusýking að þá fer meðferð eftir því hvað kemur út úr ræktun og stundum erfitt að greina þarna á milli. Ég myndi ráðleggja þér að láta kíkja á augað og fá úr því skorið hvað sé þarna á ferðinni.
Gangi þér vel.
Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur