Ávanahætta?

Spurning:
Fylgir jafnmikil ávanahætta töku Klórdíazepoxið og Paxal? Notkun er v. kvíða (oft heldur slæmir draumar).

Svar:
Þó að erfitt sé að kvarða ávanahættu beinlínis er óhætt að segja að ekki sé minni ávanahætta af klórdíazepoxíði (Librium, Librax, Klórdíazepoxíð) en alprazólam (Tafil, Paxal)

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur