B12

Var að skoða niðurstöðu úr blóðsýnatöku og sé að b12 pmol/1 Er 112 en viðmiðun armörk uppgefin eru 142 – 725. Er ég þá ekki of lágu í b12

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Jú það passar, 112 pmol/L er undir viðmiðum. Ég ráðlegg þér að panta símatíma hjá heimilislækninum þínum (eða hjá einhverjum lækni á heilsugæslunni þinni ef þú átt ekki heimilislækni) og fara yfir blóðprufuna saman.

Til eru ýmsar leiðir til að hækka b12 gildi í líkamanum en best er að heyra í sínum lækni og finna þá lausn sem hentar best.

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur