B12 er 201, hvað þýðir það?

Spurning:
Mig langar að vita ef að B12 í líkamanum er 201, hvað merkir það?  Þarf ég að fara í sprautur reglulega? Ég er mjög þunglynd, þjáist af svefnleysi og þreytu, minnið mitt er svo slæmt að ég verð að ganga um með bók sem að ég skrifa í ef að ég þarf að muna eitthvað. Svo langar mig líka að vita um þunglyndislyfið Zoloft, er í lagi að drekka áfengi á meðan ég er á því?

Svar:

Ekki get ég fullyrt neitt um hvað átt er við með að B12 í líkamanum sé 201. Líklega er átt við að í blóðvökva (sermi) séu 201 pg/ml (píkógrömm/millilítra) Eðlilegur styrkur er oft talinn 150 – 350 pg/ml. það þýðir að ef verið er að tala um þetta þá ættir þú ekki að þurfa á sprautum að halda. Þú skalt þó ræða þetta við lækninn þinn. Ekki er mælt með notkun áfengis meðan á meðferð með Zoloft stendur. Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur